Sánagús & slökun

Viðburðurinn stendur í rúmar tvær klukkustundir og hefst hann á léttum Primal teygjum í sal. Við taka þrjár lotur af saunu sem standa í um það bil tólf til fimmtán mínútur.

Að sánunni lokinni verður leidd öndun og hugleiðsla sem sendir þátttakendur endurnærða inn í góðan nætursvefn.

Sánagús er ilmmeðferð í gufubaði, þar sem “gúsmeistari” vinnur með ilmkjarnaolíur á heitu steinunum og sveiflar ilm olíunnar og hitanum í kringum sánuna með handklæði og myndar notalegt afslappað andrúmsloft. Notast er við hreinar ilmkjarnaolíur sem gefa mildan ilm með mismunandi áhrifum sem stuðla að aukinni slökun, ró og vellíðan.

Þátttakendur eru hvattir til þess að hafa með sér:
- sundföt
- 2x handklæði
- vatnsbrúsa
- þægileg föt fyrir teygjur & slökun

Gúsmeistari: Kristinn Viðar Þorbergsson

Hvar & hvenær: Primal Iceland Faxafeni 12, annan hvern fimmtudag kl. 19:15

Einungis 14x pláss í boði.

Næstu dagsetningar*:

6. mars
20. mars

Verð:

Núverandi korthafar Primal 3490 kr.
Gestir og gangandi 4990 kr.

*Lágmarksskráning í hvert skipti 7x