Movement tímatafla haust 2024

Nánari lýsing á tímatöflu

Movement
Áhersla á stigvaxandi hreyfiflæði þar sem farið er frá einföldum hreyfingum yfir í flóknari hreyfingar. Fjölbreyttar æfingar sem auka samhæfingu, liðleika, styrk og hreyfanleika líkamans.

Mjúkt movement
Tímar sem henta öllum getustigum, bæði lengra komnum og þeim sem vilja fara rólega af stað eða eru að stíga sín fyrstu skref í Primal. Einfaldar æfingar með áherslu á grunnhreyfingar sem auka hreyfanleika líkamans.

Bent arm styrkur
Áhersla lögð á æfingar þar sem styrkur er myndaður inn í líkamsstöðu með beygða olnboga Dæmi um æfingar er armbeygjur, dýfur, upphýfingar o.f.l. Þjálfarar leiðbeina með tilliti til getu hvers og eins, tækni og beitingu.

Straight arm styrkur
Áhersla lögð á æfingar þar sem styrkur er myndaður inn í líkamsstöðu með beina olboga - Dæmi um æfingar er Planki, first pull, front leaver, tuck o.f.l. Þjálfarar leiðbeina með tilliti til getu hvers og eins, tækni og beitingu.

Þrek I
Lotuþjálfun í hárri ákefð. Kraftmiklar æfingar með áherslu á að efla líkamlegan og andlegan styrk. Æfingar með sandpoka, sleða, hjól o.f.l. Farið er vel í líkamsbeitingu og tækni og henta tímarnir því öllum getustigum.

Þrek II
Lotuþjálfun í hárri ákefð og hentar þeim sem vilja taka vel á því. Kraftmiklar æfingar með áherslu á að efla líkamlegan og andlegan styrk. Æfingar eins og sandpokaburður, sleði, hjól o.f.l.

Teygjur og styrkur
Fjölbreyttar styrktaræfingar og styrktarteygjur þar sem áhersla er lögð á að iðkendur upplifi aukinn styrk og stigvaxandi framfarir.

Teygjur og öndun
Rólegir tímar í vikulok þar sem áhersla er lögð á teygjur, bandvefslosun, öndun og slökun.

Slowpace og teygjur
Lögð er áhersla á rólega hreyfingu á hjólum, styrkjandi teygjur og öndun.

Laugardagstímar
Fjölbreyttir tímar með msimunandi þema - þjálfari auglýsir þema tímans á Primal Iceland samfélaginu á faecebook.

Savage
Kraftmiklir tímar þar sem ákefðin er mikil. Tímar sem henta vönum iðkendum sem þekkja vel til strongfit æfinga og kunna vel líkamsbeitingu í sandpokum og sleða. A.T.H. þessir tímar eru ekki æskilegir fyrir óvana iðkendur eða einstaklinga með undirliggjandi stoðkerfisvanda.

Open gym
er nýjung sem er á tilraunastigi hjá okkur í Primal. Þú mætir á eigin vegum innan þessa tímaramma og tekur æfingu. Það verður þjálfari á staðnum sem hægt er að leita til með fyrirspurnir og leiðbeiningar ef þarf.

Praktísk atriði fyrir Open gym;

  • Er opið fyrir alla iðkendur Primal.

  • Ávallt að skrá sig í ipad við komu.

  • Mikilvægt að ganga frá áhöldum eftir æfingu á sinn stað.

  • Salurinn, gufann og pottarnir loka15 mín fyrir tilsettann tíma.

Þjálfarar hafa frjálsar hendur innan þessa ramma til að setja sitt mark á tímana. Markmiðið er að iðkendur upplifi stigvaxandi framfarir og læri rétta hreyfiferla í æfingum svo iðkandinn komist nær því að öðlast frelsi í eigin líkama.

Korthafar í Movement geta mætt í alla tíma í stundatöflu hér að ofan.
Ath! önnur námskeið sbr. Sigrum streituna, Kröftugar Konur, Primal Yoga, Vertu í andanum, Knees over toes og Stirðir strákar fara fram í lokuðum hópi og greiða þarf sér aðgang.