Primal Lífsstíll


Heildræn nálgun sem stuðlar að bættum lífsgæðum til frambúðar!

Við skráningu fá iðkendur senda fræðslu sem dýpkar skilning á uppsetningu og tilgangi námskeiðsins.

Ath! í kjölfar skráninga berst upplýsingapóstur frá ABLER - mælum með að fylgjast með tölvupósthólfi og í ruslpósti.

Næstu námskeið hefjast vikuna 10. og 11. febrúar.
Þátttakendur velja sér tímasetningu við hæfi (sjá tímatöflu hér að neðan) Gráu tímarnir eru lokaðir tímar í Primal Lífsstíl og þeir hvítu eru opnir Movement tímar sem fylgja með námskeiðinu og eru opnir öllum iðkendum Primal.

Kennarar:
Íris Huld, Valdís Helga og Magni.

Verð:
Stakur mánuður: 24.900 kr.
12 vikna binding: 62.700 kr.
(hægt að skipta í þrennt, 20.900 per mánuð)
10x klippikort: 30.900 kr. (gildir í 3 mánuði frá kaupum - ekki framlengjanlegt sökum takmarkaðra plássa)

Einnig hægt að skrá sig í ótakmarkaða áskrift sem er uppsegjanleg eftir 6 mánaða bindingu á 17.900 kr. per mánuð.

*17:30 tíminn er opin iðkendum í Primal Lífsstíls og Movement áskrifendum. Aðrar tímasetningar eru einvörðungu fyrir iðkendur námskeiðsins.


Primal Lífsstíll er fyrir þig ef þú vilt hámarka

  • hreyfingu út frá ástandi
    í taugakerfi

  • öndun

  • svefn

  • liðleika

  • líkamlegan- og andlegan styrk

  • líkamsbeitingu

TEYGJUR & ÖNDUN

Í TÍMUNUM ERU STUNDAÐAR LIÐLEIKAÆFINGAR, ÖNDUN OG SLÖKUN.

MEGINMARKMIÐ TÍMANNA ER AÐ STUÐLA AÐ BÆTTRI LÍKAMLEGRI LÍÐAN Á ÆFINGUM OG Í DAGLEGU LÍFI.

ÖNDUNARÆFINGAR LEIDDAR Í LOK HVERS TÍMA TIL AÐ STUÐLA AÐ AUKINNI RÓ OG SLÖKUN.

MJÚKIR TÍMAR SEM HENTA ÖLLUM!

 SLOWPACE -VIRKNI & ENDURHEIMT

TÍMARNIR ERU BYGGÐIR UPP MEÐ RÓLEGRI HREYFING Á LÁGUM PÚLSI MEÐ NEFÖNDUN SEM ÝTIR UNDIR SLÖKUN Í TAUGAKERFI.

REGULEG SLOWPACE ÁSTUNDUN Í PRIMAL OG UTAN STUÐLAR AÐ RÓ Í LÍKAMA OG BÆTTUM SVEFNGÆÐUM. SLOWPACE FER M.A. FRAM Á HJÓLUM OG MEÐ ÆFINGUM MEÐ EIGIN LÍKAMSÞYNGD.

TEYGJUR OG VIRKNIÆFINGAR ERU STUNDAÐAR Í HVERJUM TÍMA SEM LÉTTA Á MJÖÐMUM, MJÓBAKI, HERÐUM OG HÁLSI.

“FIGHT” – STYRKUR & BÆTT LÍKAMSBETING

MEÐ ÞVÍ AÐ ÞJÁLFA Í HÁRRI ÁKEFÐ Í RÉTTUM ÖNDUNARGÍR OG VIÐEIGANDI HUGARFARI ("ÉG GET") STYRKJUM VIÐ BARDAGAHAM EÐA "FIGHT" HLUTA TAUGAKERFISINS SEM LEIÐIR M.A. TIL AUKINS SJÁLFSTRAUSTS OG SJÁLFSÖRYGGIS.
ÚTKOMAN ER AUKINN KRAFTUR TIL AÐ SINNA DAGLEGU LÍFI. HINN JÁKVÆÐI FYLGIFISKUR ER AUKINN LÍKAMLEGUR STYRKUR OG AUKIN MEÐVITUND UM LÍKAMSSTÖÐU OG LÍKAMSBEITINGU. IÐKENDUR LÆRA AÐ ÞEKKJA TAUGAKERFIÐ SITT OG SKILJA TENGSL TAUGAKERFISINS VIÐ ANDLEGA LÍÐAN.

ÁKEFÐ TÍMANNA ER MEIRI EN Í “SLOWPACE” TÍMUNUM EN ÁHERSLA ER LÖGÐ Á AÐ IÐKENDUR LÆRI INN Á SÍN MÖRK, HLUSTI VEL Á LÍKAMANN, ÖNDUNINA OG HUGARFARIÐ.

MIKILVÆGT ER AÐ HVER OG EINN TAKI TÍMANA Á SÍNUM FORSENDUM OG AÐLAGA ÁKEFÐ OG ÆFINGAR AÐ SÍNUM ÞÖRFUM.

 

Frá því að ég byrjaði á námskeiðinu hef ég fundið fyrir ótrúlegum mun á svefngæðum og lært betur á sjálfa mig en í nokkurri annarri líkamsrækt. Áður fyrr trúði ég því að ef ég myndi æfa 6 sinnum í viku af krafti að þá myndu öll mín heilsufarsvandamál hverfa. Eftir að hafa lært betur að hlusta á líkamann finnst mér sú hugmynd galin en í dag finn ég að ég er byrjuð að æfa af mun meiri skynsemi sem hefur skilað mér bættri vellíðan. Mesta virðið er að æfingarnar og fróðleikurinn nýtist utan tíma og skila sér beint í daglegt líf. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir ALLA, Takk kærlega fyrir mig!”

- Eygló -