Kröftugar konur


Á námskeiðinu Kröftugar konur styrkjum við andlega og líkamlega líðan í gegnum styrktaræfingar í hárri ákefð sem og í gegnum virkniæfingar og teygjur.

Með því að þjálfa í hárri ákefð í viðeigandi öndunargír og hugarfari (“ég get”) styrkjum við bardagaham eða “fight” hluta taugakerfisins sem leiðir m.a. til aukins sjálfstrausts og sjálfsöryggis.

Útkoman er aukinn kraftur til að sinna daglegu lífi, aukið sjálfstraust, getan til setja skýr mörk og standa með sjálfri þér. Hinn jákvæði fylgifiskur er að þú verður líkamlega sterkari og þú öðlast aukna meðvitund um líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Þú lærir inn á taugakerfið þitt og skilur tengsl taugakerfisins við andlega líðan. 


Námskeið í boði

Verð:

  • Mánaðarkort 4 vikur: 24.900 kr.

  • Þriggja mánaða kort (12 vikur): 62.700 kr. (20.900 kr per mánuð)

  • Klippikort 10 skipti: 30.900 kr. - gildir í 3 mánuði frá kaupum.

  • Ótakmörkuð áskrift: uppsegjanleg eftir sex mánaða binditíma (17.900 kr per mánuð)

*Skilmálar á 12 vikna kortum og ótakmarkaðri áskrift eru bindandi og ekki er boðið upp á frystingu á kortum. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði og er uppsegjanleg eftir 6 mánaða binditíma. Til að stöðva kort þarf að senda tölvupóst á primal@primal.is með nafni og kennitölu.

*Stökum mánuði og bindingu fylgir aðgangur að morgun og seinniparts movement tímum Primal - sjá tímatöflu. (Hádegistímar undanskildir þar sem þeir eru eingöngu opnir fyrir movement áskrifendur)

Næstu námskeið hefjast 10. og 11. febrúar.

Hópur 1: Á mán- og fimmtudögum kl. 07:15 - 08.15 - tvö laus pláss!
Hópur 2: Á mán- og miðvikudögum kl. 15:00-16:00
Hópur 3: Á þri- og fimmtudögum kl. 16:20-17:20 - FULLT!

Námskeið rúllar allt árið - opnað fyrir nýja iðkendur í upphafi hvers mánaðar.
Skráning á námskeið hefst 2 dögum eftir að ný námskeið eru hafin.

  • Ósk um breytingu á skráningu þarf að berast minnst 24. tímum fyrir upphaf námskeiðsins.

Kennari: Íris Huld, Einar Carl, Kristinn og Valdís Helga

Ath! í kjölfar skráninga berst upplýsingapóstur frá ABLER - mælum með að fylgjast með tölvupósthólfi og í ruslpósti.

Umsagnir

“Það að vera hluti af hópnum Kröftugar konur er ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. Líkamlegur og andlegur styrkur hefur aldrei verið meiri. Þetta námskeið og þessi magnaði hópur varð til þess að ég fór að taka allskonar skref í lífinu sem höfðu fengið að sitja á hakanum í langan tíma. Það sem breyttist er að ég fór að þora. Þora að standa með sjálfri mér og takast á við nánast hvað sem er. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir allar konur sem vilja taka skrefið í átt að auknum styrk og meira sjálfstrausti“

-Lísa Lind Björnsdóttir

“Ég er alveg hætt að finna til í líkamanum. Bakverkir, vöðvabólga eða magaóþægindi sem ég fann alltaf fyrir af og til eru óljós minning eftir að ég byrjaði í Kröftugum konum. Ég er orðin miklu sterkari, líkamsbeitingin betri/réttari þannig að ég get get meira án þess að finna fyrir þreytu. Öndunin, bæði Buteyko og "fight" létta mér lífið dags daglega og við áreynslu. Það er aldrei leiðinlegt á æfingum, mikil fjölbreytni og góðu félagsskapur. Mér finnst ég komast á hærra level eftir æfingar, eins og ég geti ALLT og svo finnst mér ég vera sjúklega sexý :)”

- Heiðrún Ólafsdóttir