Stoðkerfislausnir


Stoðkerfislausnir

Námskeiðið er sniðið að þörfum þeirra einstaklinga sem vilja upplifa létti og betri líðan í stoðkerfi og komast út úr vítahring verkja og skertrar hreyfigetu.

Markmið námskeiðsins er að kenna iðkendum gagnlegar liðleika- og styrktaræfingar í þeim tilgangi að öðlast létti í líkamanum, auka hreyfigetu og bæta líðan í daglegum athöfnum.

Unnið er út frá þörfum hvers og eins þátttakanda og því takmörkuð pláss í boði.

*Ólíkt öðrum námskeiðum Primal sem innihalda hreyfiflæði og hreyfileiki þá er hér einblínt á liðleika- og styrktaræfingar sem færa iðkendur nær bættri líðan í lífi, leik og starfi.

Kennarar námskeiðanna eru Magni Grétarsson sjúkraþjálfara og Einar Carl Axelsson. Einar hefur um árabil veitt fjölda einstaklinga með stoðkerfisvanda viðeigandi tæki og tól til þess að öðlast verkjalaust líf. Með þeirri þekkingu og reynslu hefur hann sett saman Stoðkerfislausnir sem heldur vel utan um iðkendur með góðu aðhaldi yfir 6 vikna tímabil.

Ath! í kjölfar skráninga berst upplýsingapóstur frá ABLER - mælum með að fylgjast með tölvupósthólfi og í ruslpósti.


6 vikna námskeið með 2 vikna opnu korti í Movement.

Verð:
39.900 kr. - ATH! Einungis 12 pláss í boði

Næstu námskeið hefjast 3. og 6. mars.
Hópur 1: 17:40 á mánudögum
Hópur 2: 11:30 á fimmtudögum.


Námskeiðið er 1x í viku í 90 mínútur í senn í 6 vikur.

Að tímabili loknu fá iðkendur 2x vikna aðgang að Mjúku movementi - mán, mið og fös 16:20

*Ósk um breytingu á skráningu þarf að berast minnst 24. tímum fyrir upphaf námskeiðsins.
Fyrir nánari upplýsingar: primal@primal.is

Kennari: Einar Carl & Magni

Ath! í kjölfar skráninga berst upplýsingapóstur frá ABLER - mælum með að fylgjast með tölvupósthólfi og í ruslpósti.

Umsagnir

“Mæti á námskeiðið til að halda geðheilsu og koma bakinu í lag. Teygjurnar hafa bjargað lífi mínu”

Matthías Ó.

“Ég sótti stoðkerfistíma hjá Primal Iceland. Ég var með króníska bakverki eftir slys en einnig eftir slæma stöðu við skrifborð í fjöldamörg ár. Þjálfarinn kenndi mér nokkrar einfaldar æfingar og öndun sem ég fylgdi eftir í gegnum verkinn í kjölfarið. Hálfum mánuði eftir tímann kenndi ég mér varla meins lengur. Ég lýsi því sem kraftaverki sem gerðist, því á dauða mínum átti ég frekar von en þessum skjóta bata. Ég get ekki mælt meira með þjálfurum og æfingakerfi Primal Iceland. Takk kærlega fyrir mig.”

- Magnús Jóns.