Einkatímar

Umsagnir

“Ég gerði æfingarnar sem þið kennduð mér fram að maraþoni sem ég hljóp í byrjun September. Í stuttu máli bætti ég tímann minn um 45 mínútur og finn ekkert fyrir þeim meiðslum sem hrjáðu mig þar til ég kom í einkatíma til ykkar”

-Kjartan Long

“Ég fór í einkatíma hjá Primal Iceland. Ég var með króníska bakverki eftir slys en einnig eftir slæma stöðu við skrifborð í fjöldamörg ár. Þjálfarinn kenndi mér nokkrar einfaldar æfingar og öndun sem ég fylgdi eftir í gegnum verkinn í kjölfarið. Hálfum mánuði eftir tímann kenndi ég mér varla meins lengur. Ég lýsi því sem kraftaverki sem gerðist, því á dauða mínum átti ég frekar von en þessum skjóta bata. Ég get ekki mælt meira með þjálfurum og æfingakerfi Primal Iceland. Takk kærlega fyrir mig.”

- Magnús Jóns.

*sjá fleiri umsagnir neðst á síðu


Einkatímar Primal Iceland eru hentugir fyrir þá sem vilja vinna bug á:

- mjóbaksverk

- vöðvabólgu

- verki í hnjám á æfingu eða eftir

- verkjum í öxlum og hálsi

- afleiðingum álags og streitu

Eða bæta frammistöðu og líðan í íþróttum eða á æfingu

Einkunnarorð okkar eru "frelsi í eigin líkama" - og við aðstoðum þig við að komast nær þeirri tilfinningu með viðeigandi aðferðum.

Hér má finna helstu tegundir þeirra einkatíma sem við bjóðum upp á og lista yfir þjálfara okkar og sérsvið má sjá neðar á síðunni.

Allar bókanir í einkatíma fara í gegnum NOONA
Hægt er að óska eftir tilteknum kennara eða næsta lausa þjálfara og/eða tegund af einkatíma.

Einkatímar hjá Primal kosta 15.900 kr skiptið og eru 60 mínútur - 2x tímar í Movement fylgja hverjum einkatíma.*

*Ath! Forföll tilkynnist með 24 klst. fyrirvara annars er gjald innheimt fyrir bókaðan tíma.


Stoðkerfislausnir

Eru verkir að skerða lífsgæði þín? Við bjóðum uppá einkatíma þar sem við hjálpum þér að losna við verki.

10 ára reynsla gefur okkur stórt vopnabúr af aðferðum til að nota á fólk af öllum toga. Aðferðafræðin byggist á hreyfigreiningu þar sem að orsök vandamálanna koma í ljós og gera okkur þannig kleift að vinna á þeim skilvirkt og hratt.

 

Æfingamarkmið

Viltu einstakslingsmiðaða þjálfun? Við bjóðum uppá einkatíma þar sem að við hjálpum þér að ná markmiðum þínum. Hvort sem að þig langar að standa á höndum, fara í brú, spígat, splitt eða upphýfingu á annarri, þá getum hjálpað þér.


Streitustjórnun

Sigrum streituna einkatímar eru árangursríkir einkatímar fyrir alla þá sem vilja komast út úr vítahring streitunnar, bæta andlega- og líkamlega heilsu sína og endurheimta orkuna á ný.

Í einkatímunum er kennd öndunartækni sem dregur úr streitu og kvíða auk liðleika- og teygjuæfinga sem stuðla að aukinni hreyfigetu og vellíðunar í stoðkerfi.

 


Einar Carl Axelsson

ATH! Sökum biðlista er Einar Carl ekki að taka við nýjum beiðnum að svo stöddu nema sérstök tilfelli. Þær beiðnir fara í gegnum einarcarl@primal.is

Magni Grétarsson

einkatímar:

* stoðkerfislausnir

* streitustjórnun
* Öndun

æfingamarkmið:

* Almenn íþróttaráðgjöf vegna meiðsla, fyrirbyggjandi vinnu eða afkastagetu

Íris Huld Guðmundsdóttir

einkatímar:

* streitustjórnun
* Öndun

Valdís Helga Þorgeirsdóttir

einkatímar:

* stoðkerfislausnir
* Öndun

Æfingamarkmið:

* Styrktarþjálfun
* Liðleikaþjálfun

Aðalheiður

Jensen

einkatímar:

* stoðkerfislausnir
* streitu stjórnun
* Lífsráðgjöf og markþjálfun

Æfingamarkmið :

*styrkur og liðleiki

Arnór Sveinsson

einkatímar:

* stoðkerfislausnir
* StreituStjórnun
* Kuldaþjálfun
* Öndun
* Vefjalosun

Umsagnir

„Í byrjun október eftir mikla þrjósku við að viðurkenna það fyrir mér að ég væri uppfull af kvíða og streitu lenti ég á vegg og fór í kjölfarið í veikindaleyfi frá vinnu. Í leit minni að hjálp skráði ég mig í einkatíma hjá Primal Iceland og VÁ breytingin sem ég hef upplifað er dásamleg. Frá því að komast varla framúr rúminu vegna hræðslu og kvíða yfir í að vera mætt í vinnu nokkrum vikum eftir skellinn. Öndunar- og teygjuæfingarnar sem Primal Iceland leggur áherslu á hafa bjargað mér á svo margan hátt. Eg skora á alla að leyfa sér að prófa þessa einkatíma.”

-Hallgerður

“Ég þurfti á aðstoð að halda við að byggja mig upp eftir veikindi sem höfðu mikil líkamleg og andleg áhrif á mig. Ég hafði heyrt af Primal Iceland og hreyfst af hugmyndafræðinni þeirra. Þjálfari tók vel á móti mér, greindi vanda minn strax og hjálpaði mér að takast á við hann með æfingum sem ég get gert hvar og hvenær sem er. Ég fann strax jákvæðar breytingar sem hvatti mig til þess að halda áfram að vinna í sjálfri mér. Ég fékk loksins verkfærin sem ég hef lengi leitað af til að auka vellíðan mína og styrk. Mæli hiklaust með hugmyndafræði Primal Iceland”

- Sema Erla Serdar

“Ég var svo heppin að komast að í einkatíma hjá Primal. Ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast þegar ég mætti. Ég hef glímt við mikla verki í mjóbaki og öxlum í langan tíma og eftir einn tíma fann ég mun á verkjunum. Mæli hiklaust með einkatíma hjá Primal. Takk fyrir mig :)

- Lára Björk

“Ég eitaði til Primal í vetur með það markmið að þekkja líkama minn betur og læra nýjar æfingar. Í kjölfar tímanna finn ég mikinn mun á mér. Það sem mér líkaði best var að fá verkefni eftir hvern tíma og rifja upp æfingar sem við vorum búinn að fara yfir.”

Kristófer Karlsson