Hvað er Movement?

Movement er helsta líkamsræktarform Primal Iceland, þar er áhersla lögð á að bæta styrk, þrek, liðleika og auka hreyfigetu. Tímarnir henta öllum sem vilja bæta líkamlega getu sína og form og öðlast „frelsi í eigin líkama“.

Í Movement tímum eiga iðkendur von á góðri blöndu af hreyfiflæði, styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd ss. upphífingum og handstöðum auk þrek- og styrktaræfinga með sandpokum og sleðum. Lagt er upp með að hafa tímana fjölbreytta og skemmtilega og æfingar settar upp með öll getustig í huga.

Korthafar í Movement geta mætt í alla tíma í stundatöflu hér að ofan. Tímar merktir sem Mjúkt Movement eru hentugir fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref innan veggja Primal en hafa ber í huga að æfingarnar eru oft krefjandi en einfaldari en í hinum hefðbundnu Movement-tímum.

Önnur námskeið sbr. Sigrum streituna, Kröftugar Konur, Primal Yoga og YouArePrimal fara fram í lokuðum hópi og greiða þarf sér aðgang.

Movement kort & verð:

Frá og með 1. September verða eftirfarandi kort og áskriftaleiðir í boði:

  • Stakur mánuður 19.900 kr.

  • Ótakmörkuð áskrift - uppsegjanleg eftir sex mánaða binditíma 15.900 kr.

  • Ótakmörkuð áskrift - uppsegjanleg eftir tólf mánaða binditíma 13.900 kr.

  • 10 skipta klippikort 22.900 kr. – með 3 mánaða gildistíma

Kortin hér að ofan gilda í alla Movement tíma í stundatöflu og open gym.

Grunnnámskeið Movement - næstu námskeið auglýst síðar.
- verð 24.900 kr. ýtið hér fyrir nánari upplýsingar.

*Áskrift endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði og er uppsegjanleg eftir fyrirfram settan binditíma. Til að stöðva kort þarf að senda tölvupóst á primal@primal.is með nafni og kennitölu. Skilmálar eru bindandi og ekki er boðið upp á frystingu á áskriftaleiðum.

ATH! Hvorki grunnnámskeið né Movement, eru lausn á stoðkerfisvandamálum. Ef að þau eru til staðar, mælum við alltaf fyrst með einkatíma.



Umsagnir þátttakenda

"Ég leitaði upphaflega til Primal til að vinna bug á langvarandi bakverkjum, en það sem ég hef fengið til viðbótar er svo miklu meira. Movement tímarnir hafa veitt mér mun betri líðan, aukinn styrk og liðleika sem mig dreymdi aldrei um að ná. Ég get með góðri samvisku sagt að ég hef ekki áður stundað hreyfingu sem gefur mér svona mikið, bæði andlega og líkamlega. Ég hlakka til að mæta á hverja æfingu, þar sem enginn tími er eins, enginn er að keppa við annan en sjálfan sig og lagt er upp með að iðkendur geri æfingar með réttum hætti. Það sem einkennir Primal er árangur, jákvæðni og gleði – það er ekki hægt að biðja um meira". - Þorsteinn

"Primal Iceland er einfaldlega sú besta heilsurækt á landinu fyrir alla, skiptir ekki máli hvort þú ert nýbyraður að æfa eða íþróttamaður á hæðsta stigi". - Marínó Máni

Fyrir 5 árum síðan mætti ég á Primal æfingu í fyrsta sinn og finnst æfingarnar alltaf jafn skemmtilegar og góðar, auk þess hafa þær losað mig við óþægindi í mjöðm og öxl. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þjálfararnir eru alltaf að bæta við sína þekkingu og miðla því áfram. Ég mæli heilshugar með Primal ef þú vilt bæta liðleika og styrk. - Halldóra N.

"Movment hefur kennt mér ótrúlega margt um líkama minn og þá hreyfiferla hans. Ég hugsaði hreinlega öðruvísi áður en ég byrjaði í Movment. Þá var ég oft að lenda í því að reyna að laga vandamál sem komu upp vegna meiðsla eða álags í líkamanum en nú skil ég hvaða afleiðingar ákveðnar æfingar hafa svo ég get frekar varið tíma mínum í að byggja upp meiri hreyfigetu heldur en að laga vandamál sem koma upp aftur og aftur. Það er svo frábært að finna sér tíma til þess að markvist að vinna í öllum þessum fallegu hreyfiferlum því út á það ganga æfingarnar í Movment. Svo er einfaldlega miklu skemmtilegra að verja tímanum sínum í það að byggja upp nýja færni og getu heldur en að vera endalaust með verki vegna meiðsla". - Kristín Hrefna

"Ég leitaði upphaflega til Primal til að vinna bug á langvarandi bakverkjum, en það sem ég hef fengið til viðbótar er svo miklu meira. Movement tímarnir hafa veitt mér mun betri líðan, aukinn styrk og liðleika sem mig dreymdi aldrei um að ná. Ég get með góðri samvisku sagt að ég hef ekki áður stundað hreyfingu sem gefur mér svona mikið, bæði andlega og líkamlega. Ég hlakka til að mæta á hverja æfingu, þar sem enginn tími er eins, enginn er að keppa við annan en sjálfan sig og lagt er upp með að iðkendur geri æfingar með réttum hætti. Það sem einkennir Primal er árangur, jákvæðni og gleði – það er ekki hægt að biðja um meira". - Þorsteinn

Hlaðvörp um lífið í Primal Iceland

Gesturinn í þessum þætti er Einar Carl, einn af stofnendum og eigandi Primal Iceland líkamsræktarstöðinni í Faxafeni 12. Einar er með virkilega áhugaverða og óhefðbundna sýn á hreyfingu og hvernig streita, taugakerfið, öndun og hreyfing hangir allt saman og getur verið beitt á mismunandi vegu til að vinna á ýmis stoðkerfis- og heilsufarsvandamálum.

Primal Iceland á Instagram